Íslandi

Íslandi

Exploration team stood at the Iceland point of inaccessibility

Staðsetning óaðgengileika (Point of Inaccessibility) á Íslandi er á Hofsjökull á vesturhálendi Íslands rétt norðan við Kerlingarfjöll. Þessi jökull er þriðja stærsta íshellan á Íslandi og liggur á milli norðvestur og suðursvæðisins, en staðurinn (POI) er innan suðursvæðisins. Staðsetningin er líka á Mið-Atlantshafshryggnum; þeim hluta Íslands sem er dreginn í sundur af hreyfingum Evrasíuflekans og Norður-Ameríkuflekans.

English Version

Nákvæm staðsetning íslenska POI er á::

  • Breiddargráða: 64° 43.955’ N
  • Lengdargráða: 18° 55.798’ W

Staðsetning óaðgengileika fyrir Ísland

Chris stóð á punkti óaðgengis fyrir Ísland

Dagsetning heimsóknar:  29di mars, 2022
heimsótt af: Chris Brown, Mika Brown, Axel Brown og Siggi Bjarni, með hjálp frá Addi Gauti
Veður: 2° Celsius, heiður himinn og sól*.
Hniti náð:  64° 43.955’ N, 18° 55.798’ W
fjralægð frá staðsetningu: núll metrar. Nákvæmri staðsetningu náð

*Þó að aðstæður á staðsetningunni hafi verið bjartar og sólríkar, hafði hækkunin verið í þéttri, ískaldri þoku!

iHópurinn kom til Íslands um Keflavíkurflugvöll frá Bretlandi og hitti Sigga Bjarna, sem ég hitti fyrst á Suðurskautslandinu í misheppnaða leiðangrinum  2021/22 á Suðurpóls óaðgengileika staðsetninguna, áður en við héldum áfram í grunnbúðir Midgard Adventure á Hvolsvöllur í gegn um Reykjavik.

Eftir dags upphitun ísklifurs á Sólheimajökli lögðum við leið okkar upp á hálendi Íslands á tveimur risastórum vetrarundirbúnum ofurjeppum, en annar þeirra bar tvo vélsleða á bakinu.

Ferðin var hættuleg vegna þess að tvær vikurnar á undan okkar ferð höfðu verið óeðlilega hlýjar. Þetta hafði orðið til þess að mikið af ísnum bráðnaði, sem þýðir að miklar líkur voru á því að trukkurinn myndi brjóta efsta íslagið og detta niður í öxladjúpan krapa fyrir neðan. Raunar er þetta ástæðan fyrir því að við fórum með tvo trukka frekar en einn, svo að hægt væri að nota þá til að draga hvorn annan upp.

Vetrartrukkur brýst í gegnum ísinn
Vetrartrukkur brýst í gegnum ísinn

Þrátt fyrir að aðstæður á F26-veginum hafi verið til þess fallnar leggja gildru fyrir hópinn, komum við að fjölskylduskála Sigga út í miðjum óbyggðum snemma kvölds. Þessi fjallakofi er magnaður. Afi Sigga byggði hann árið 1979 við Þúfuvötn úr viði úr kössum sem notaðir eru undir hluti sem notaðir eru við byggingu vatnsaflsvirkjana á hálendinu. Það er víst þannig að hlutirnir voru svo verðmætir að aðeins besti viðurinn var notaður til að stafla þeim saman. Sigurður Jónsson hafði einnig byggt skálann þannig að hann gæti ‘andað’. Þannig að þó að margir aðrir fjallaskálar á svæðinu hafi grotnað niður og dottið í sundur er þessi enn í frábæru standi.

Íslenskur vetrarskáli
Íslenskur vetrarskáli

Daginn eftir fórum við tiltölulega snemma af stað á trukkunum á leiðinni að Hofsjökli. Helsta hindrunin í vegi á þessum áfanga var að fara yfir Þjórsá, breiðustu og lengstu á Íslands. Í ljósi bráðnunar íssins voru miklar áhyggjur af því að styrkur íssins væri ekki nægur til að halda trukkunum okkar, svo við tókum vélsleðana af til að minnka þyngdina. Sem betur fer hafði hitinn lækkað nóttina áður og ísinn hélt. Þannig að þetta gekk vel og vélsleðarnir keyrðu sem ‘undanfarar’ fyrir trukkana.

Íslenskir vörubílar og vélsleðar

Nálægt rótum jökulsins, skipti hópurinn sér. Addi varð eftir til að sjá um vörubílana og vera með nauðsynlegan öryggis vakt-stað ef erfiðleikar kæmu upp á. Restin af hópnum hélt áfram upp jökulinn á snjósleðum í beislum þar sem Siggi stýrði okkur á milli sprunganna. Þegar við klifruðum virtist þokan/skýið þykkna upp og síðan létta til. Okkur til mikillar ánægju, rétt þegar við komum innann síðustu 500 metrana frá óaðgengis staðsetningunni fyrir Ísland, komum við upp fyrir skýjahuluna þar sem var heiðskírt og sólskin. Skyggni var að minnsta kosti 250 mílur þar sem við gátum séð aðra fjallgarða.

Horft yfir íslenska óaðgengisstaðinn
Horft yfir íslenska óaðgengisstaðinn

Um 150m frá staðsetningunni stöðvuðum við vélsleðana og héldum gangandi að staðsetningunni – óaðgengilegasta punkti Íslands 🙂

Gengið út að óaðgengilegu staðsetningunni fyrir Ísland.
Gengið út að óaðgengilegu staðsetningunni fyrir Ísland.
Hvítan er ekki stöðuvatn, það er ský í dalnum fyrir neðan jökulinn og svörtu steinarnir hægra megin eru í raun fjallatindar í fjarska!
Hnit punktsins sýnd á Garmin

Myndband af göngunni til Íslandspólsins

Hér er stutt myndband, á ensku, gert af @TheAxelBrown sem fjallar um ferðina á pólinn.

Comments are closed.